Össur segir mótmælendu á Austurvelli ekki vera að mótmæla ríkisstjórninni

Össur Skarphéðinsson segir mótmælendur vera að mótmæla ástandinu en ekki ríkisstjórninni. Maðurinn er greininlega lokaður inn í gluggalausum fílabeins turni. Einnig talar hann um að við verðum fljót að ná okkur vegna þess að útfluttningurinn standi sterkur. Þetta segir hann á meðan fiskurinn hleðst upp á lagerum óseldur og álverð er í sögulegu lágmarki.

Ég er að horfa á myndir frá Alþingi núna og ráðherrarnir sitja þarna sem steini runnir. Vonandi hristir hávaðinn eitthvað upp í þeim og þeir fara kanski að hugsa sér að hverfa af sjónarsviðinu.

Lifi biltingin

Áfram Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Mótmælendur hljóta þá að vera að mótmæla bankastjórnendunum fyrst þeir eru ekki að mótmæla ríkistjórn. En þeir eru ekki á þingi undarleg staðsetning að mótmæla bankastjórnendum fyrir framan þinghúsið.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.1.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband