20.1.2009 | 13:01
Ríkisstjórnin að springa ?
Vonandi fara mannlegu öflin innan samfylkingarinnar að láta til sín taka. Það virðast vera blikur á lofti þar sem samfylkingin ætlar að halda fund um stjórnarsamstarfið annað kvöld. Mörður Árnason fer fyrir hópi óánægðra. Vonandi fara einhverjir að taka af skarið innan flokksins og stöðva vitleysuna.
Ráðherrar flokksins virðast vera komnir langt af braut þeirrar hugsjónar sem leiddi til stofnunar samfylkingarinnar, félagshyggja og lýðræði.
Þó er eins og formaður flokksins Ingibjörg Sólrún sé dýpst sokkin í vitleysuna. Hún var á árum áður einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum en ég held að hún sé að nálgast botninn í virðingarstiganum hjá mér. Það var hálf sorglegt að horfa upp á hana í Kriddsíldinni þegar hún minntist þess að hafa tekið sér mótmælastöðu í húsnæði Nato þegar hún var yngri. Og í næstu settningu jagaðist hún út í mótmælendur (ekki fulltrúa þjóðarinnar) og nú sjálf orðinn hernaðarmálaráðherra Ísland sjálf. Merkisberi bæði ESB og Nato á Íslandi.
En eins og ég sagði vonandi tekur betri helmingur Samfylkingarinnar völdin eða þá sýnir þá ábyrgð að yfirgefa flokkinn og skýra afstöðu gegn ríkisstjórninni.
Áfram Ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Athugasemdir
Góður
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 20.1.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.