20.1.2009 | 08:31
Verður næg matvælaframleiðsla á Íslandi
Það stefnir í að fjöldi bænda geti ekki keypt áburð á komandi sumri. Þetta þýðir að þeir framleiði minna á komandi ári. Ég var á fundi í gær þar sem sauðfjárbóndi sagði unga bændur sem staðið hefðu í einhverjum framkvæmdum hefðu ekki efni á að gera upp næstu virðisaukaskil hvað þá keypt áburð í vor.
Um 40% allrar mjólkur er framleidd á búum sem eru við hættumörk eða tæknilega komin á hausinn. Þessi bú geta ekki keypt áburð í vor, sem leiðir til minni framleiðslu.
Ekkert virðist ríkisstjórnin vera að gera til þess að huga að matvælaöryggi þjóðarinnar. Ég vil benda á að við framleiðum nú ekki nema helming þess matar er við neytum. Við framleiðum ekki nema 40 % af grænmetinu.
Nauðsynlegt er að tryggja matvælaöryggið og tryggja framleiðsluna. Þesslags aðgerð væri ekki bara öryggisatriði heldur gæti skapað vel á annað þúsund störf. Bara við grænmetisframleiðsluna starfa um 900 manns. Við tvöföldun grænmetisframleiðslunnar væri hægt að skapa nær 1000 ný störf að viðbættum afleiddum störfum sem af þessu leiddi.
Áfram Ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hafðu engar áhyggjur því þegar við göngum í ESB fáum við nóg af ódýrari landbúnaðarvörum.
Offari, 20.1.2009 kl. 08:54
Vonandi verður nú ekki af því. Heldur þú að ESB geti komið í veg fyrir fákeppni í verslun á Íslandi. Það eru verslanirnar sem halda verðinu háu en ekki bændur. Einnig myndi innganga okkar í ESB kollvarpa búsetuskilyrðum á landsbyggðinni og atvinnuleysi myndi vera viðvarandi ástand á Íslandi.
Annað er að við erum eyland út í miðju Atlandshafi og verðum að vera sjálfum okkur nóg um mat. Nú þegar erum við ekki sjálfbært þjóðfélag hvað þetta varðar.
Fólki fer fjölgandi í heiminum og áætlað er að mannfólki hafi fjölgað í níu milljarða um miðja öldina og þá er alls ekki víst að við fáum matvæli utan frá.
Kveðja Guðbergur
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 20.1.2009 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.