Sorglega fyndið

Það var athyglisvert að hlusta á bresku hagfræðingana sem voru í Silfri Egils á sunnudaginn. Þegar maðurinn sagði að enginn erlend ríkisstjórn myndi treysta sér til að lána sömu ríkisstjórn peninga og er rétt búin að koma landinu á hausinn. Þarna er komin ástæðan hvers vegna þau lönd sem lána okkur peninga settu aðkomu AGS sem skilyrði.

Hagfræðingurinn gat ekki einu sinni leynt því að honum þætti þetta fyndin og súrealískt ástand. Að hægt væri að koma heilli þjóð á hausinn fyrir hroka og bjánaskap og enginn segði af sér. Þetta er orðið alltaf sama röflið en hvað er hægt að gera?

Get þó sagt frá því að elsti strákurinn minn sem er sjö ára kom með mér að gefa í gær og spurði mig hvort hann mætti moka út úr einni hestastíunni. Ég sagði að við hefðum varla tíma en ég ætlaði samt að ganga frá svo litlu áður en við færum inn. Ég skrapp aðeins inn í hlöðu og þegar ég kom til baka var minn maður búinn að fylla einar hjólbörur af skít. Hann gat bara ekki hamið sig. Ég var svo stoltur af dugnaðinum að ég leyfði honum að moka í einar hjólbörur til. Vona að hann verði eins duglegur á unglingsárunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband