16.1.2009 | 23:23
Valgerður Sverrisdóttir gefur skít í heimabyggð sína
Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknar vill inn í Evrópusambandið. Með þessari skoðun Valgerðar gefur hún skít í heimabyggð sína sem og landsbyggðina alla. Það má segja að ég sé nágranni Valgerðar. Allavega er bærinn minn við hliðina á heimabæ hennar.
Mér þykir leitt að nágranni minn vilji mér og sveitungum okkar svo illt. Ef við genjum í Evrópusambandið þyrftu margir nágrannar okkar Valgerðar að hætta búskap. Einnig byggist afkoma sveitafélagsins mikið á fiskveiðum og væri þeim atvinnuvegi einnig hætta búin.Lansbyggðin öll væri í upplausn.
Sjálfur er ég með 60 naut og 130 kindur og er að stækka búið. Þann dag sem við gengjum í ESB myndi ég hætta framleiðslu á matvælum fyrir aðra en mig og mína. Efnahagur bænda er nógu bágur þó að ekki séu tekjur þeirra lækkaðar um 30-40%. En það myndi gerast ef að við gengjum í Evrópusambandið.
Framsóknarflokkurinn vill í samningaviðræður. Það er helber barnaskapur að ætla að við getum samið eitthvað betur en önnur ríki. Ætlum við í kostnaðarsamar samningarviðræður þegar við vitum að við fáum ekki varið okkar helstu hagsmuni.
Það er allavega ljóst að Framsóknarflokkurinn er orðinn borgaraflokkur og Valgerður ef til vill eini bóndinn í flokknum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.