16.1.2009 | 15:31
Samfylkingin sammála heilbrigðisráðherra
Það er greininlega einskis að vænta frá samfylkingunni. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar segist styðja Guðlaug þór þangað til hann sjái eitthvað athugavert við aðgerðir hans.
Ég held að Ágúst Ólafur sé á sömu bylgjulengd og Geir Haarde og Björn Bjarna þegar þeir segja engar sérstakar aðstæður á Íslandi þessa dagana.
Finnst Ólafi Ágústi ekkert athugavert að verið sé að flytja galmalt fólk hreppafluttningum á Akureyri á 21.öldinni. Fólki sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ein konan sem bjó á seli á mann sem enn býr heima við. Nú er búið að flytja konuna í tvíbýli út fyrir bæinn og gera þar með hennar gamla eiginmanni erfitt um vik að heimsækja hana.
Ágúst Ólafur og Guðlaugur Þór eru greinilega líkir að mörgu. Þeir hafa aldrei unnið almennilega vinnu og virðast hafa stefnt að því frá unga aldri að setjast á Alþingi. Hafa þessir menn einhverja reynslu af lífinu sjálfu fyrir utan glerbúr stjórnmálanna? En eðli þeirra virðist það sama Þeir hugsa ekki um fólk, heldur eingöngu tölur á blaði.
Það er akkúrat þessi tegund stjórnmálamanna sem að þjóðin þarf að losna við. Við þurfum fólk með reynslu af lífinu sjálfu. Fólki með fjölbreytta reynslu úr hinum ýmslu geirum þjóðfélagsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.