15.1.2009 | 17:02
Fasistaflokkur Íslands stofnaður ?
Jæja þar kom að því. Hægri menn að stofa annan stjórnmálaflokk. Norræni Íhaldsflokkurinn er nafnið. Ég skellti mér inn á heimasíðu þeirra áðan og þar ber að líta þeirra helstu stefnumál.
Flokkurinn vill halda í heiðri íslensk og norræn gildi.
Hann boðar bætt siðgæði
Allir verði að sækja tíma í kristinfræði í skólum óháð sinni eigin trú.
Flokkurinn vill að Ísland gangi í Evrópusambandið
Ein helsta fyrringin er þó að stofna eigin her. Akúrat það sem okkur vantar í dag.
Lýðskrum á hæsta stigi. Ef maður hugsar til þess hvaða áhersluatriði Hitler og Mussolini höfðu á oddinum til þess að komast til valda voru það ekki þjóðerniskend, kristilegt siðgæði og hervæðing. Til þess að toppa vitleysuna er tekið fram að stofnandinn sé verkfræðingur. Á það að bæta málstað flokksins á einhvern hátt. það kemur málinu ekkert við.
Í svari sínu á Vísindavefnum svarar Hrafnkell Tjörfi Stefánsson Stjórnmálafræðingur spurningunni hvað er fasismi. Þar segir hann meðal annars "í upphafi 20. aldar skírskotuðu fasistar mjög til ótta fólks við byltingar og óstöðuleika. þeir álytu sig vera brjóstvörn laga og reglu, kristilegs siðgæðis og einkaeignarréttar. Jafnframt höfðuðu þeir til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem gyðingum."
Þessi ofantöldu 5 stefnumál flokksins tóna ótrúlega vel við stefnu fasismanns og eitthvað hefur maður nú heyrt minnst á byltingu undanfarið.
Þjóðernishyggjan- íslensk og norræn gildi
Kristilegt siðgæði- þvinga alla til þess að læra kristinfræði í skólum óháð sinni eigin trú
Fordómar gegn ýmsum hópum- þvinga alla til þess að læra kristinfræði í skólum óháð sinni eigin trú
Brjóstvörn laga og reglu- stofna íslenskan her
Eitt stórríki- innganga í Evrópusambandið
Einnig vilja þeir breyta siðgæði þjóðarinnar eftir sínu höfði.
Það er kannski að maður eigi eftir að sjá flokksmenn Norræna Íhaldsflokksins marsera á götum Reykjavíkur í einkennisbúningi vefandi fánum. Að sjálfsögðu á stuttbuxum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Athugasemdir
Eina sem vantar hjá þeim er að koma með tillögu að nýjum fána!!!!
Monika Margrét Stefánsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:46
Ég fór líka inn á heimasíðu.
Það sem mér fannst vera athugaverðast var að ekki var hægt að hlaða niður neinum af þeim möguleikum sem ,,sýnast" Ekki búið að tengja.
STÓRA MÁLIÐ ER: Hvaða persónur standa að baki slíkum flokki og hvaða fortíð eiga þeir. Hef heyrt ýmsar sögur, þ.á m. fyrrum stjórnendur úr gamla Landsbanka?
Yfirmenn Markaðssviðs - þá sem seldu Icesave? Ef svo er þá eru þar á ferð bestu vinir Guðlaugs Þórs heilbrigðisráðherra.
Virkar á mig sem plott - þeir sögðu sig úr Sjálfstæðisflokki og til hvers?
Stofna annan ,,Sjálfstæðisflokk" til þess að óánægðir sjálfstæðismenn geti leitað ásjár þar. Sjálfstæðisflokkur og þetta nýja framboð vinna svo saman.
Væri nú gaman að athuga það betur.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.