Hvað viljum við?

Núverandi ástand er að flestra mati óþolandi. Sú veröld sem við bjuggum við var fölsk en raunveruleikinn er allt annar og nöturlegri. Verkefni þjóðarinnar er að hrekja þennan nöturleika í burtu og vinna okkur í átt til betra samfélags.

En hvernig samfélagi og hverjir eiga að vera fremstir í flokki á þeirri vegferð. Stór hluti þjóðarinnar er alla vega sammála um það að hafa það ekki Sjálfsstæðisflokkinn. Hættan er sú að flokksægi sjálfsstæðisflokksins haldi flokknum alla vega í 25%. 

En hvað verður? Fjöldi smáframboða sem ná sér ekki á strik en taka til sín atkvæði sem nýst hefðu betur annarsstaðar?

Ætla fjórflokkarnir að byggja á sama fólkinu og hefur verið að elda grátt silfur saman á Alþingi undanfarin ár?

Er einhver möguleiki á breiðfylkingu almennings í landinu að koma á stjórnmálalegu afli sem bjóða myndi fram til Alþingiskosninga? Er einhver möguleiki að koma saman nýjum lista sem myndi höfða til stórs hluta þjóðarinnar eða verður fólk að vinna út frá fjórflokkakerfinu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband