13.1.2009 | 13:56
Viðskiptaráðherra algerlega getulaus
Nýjasti skandallinn, ef að það er þá ekki kominn einhver upp í millitíðinni. Bankastjóri Landsbankans Elín Sigfúsdóttir viðurkennir að Tryggvi Jónsson fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hafi komið að sölu á tveimur fyrirtækjum til Baugsfyrirtækja.
Væri nú ekki lag fyrir Viðskiptaráðherrann að hysja nú upp um sig buxurnar og reka bankastjórann. ER maðurinn algerlega dofinn. Þarna gefur bankastjórinn honum einstakt tækifæri á að rétta sig aðeins af í augum almennings en hann virðist ekki hafa manndóm í sér til þess frekar en til annars.
Það virðist ekki vera mikill munur á hinu nýja Íslandi sem ríkisstjórnin ætlar að taka að sér að skapa og hinu gamla. Enginn þarf að sæta ábyrgð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Elín Sigfúsdóttir bankastýra Landsbankans lagði áherslu á að Tryggvi Jónsson hefði ákveðið sjálfur að taka pokann sinn. Hún ætlaði líklega ekki að láta hann fara. Þetta mál fór alveg fram hjá innra eftirliti bankans. Ætli svo sé um fjöldann allan af málum?
Björn Birgisson, 13.1.2009 kl. 14:18
Jú ég held að það sé alveg rétt hjá þér en sýnir það ekki algert skeitingaleysi gagnvart því ástandi og þeim tíðaranda sem nú er í íslensku samfélagi að jafnvel nú sé enginn látinn sæta ábyrgð. Að sjálfsögðu á að láta Elínu fara, hún ber ábyrgð á öllu starfi bankans.
Guðbergur Egill Eyjólfsson, 13.1.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.