13.1.2009 | 08:32
1000 störf í boði
Íslendingar framleiða eingöngu 40% af því ferska grænmeti sem þeir neita. Með einni stjórnvaldsákvörðun er hægt að búa til fjölda starfa með því að skapa jarðveg fyrir frekari framleiðslu. Við Íslensku framleiðsluna starfa um 900 manns og afleidd störf af greininni eru um 200-300. Ef við tvöföldum framleiðsluna og hættum að flytja inn allt þetta grænmeti og framleiðum það sjálf stuðlar það að jákvæðum viðskiptajöfnuði og er atvinnuskapandi.
Aðgerð á við þessa er það sem þarf. Við megum ekki við því að missa gjaldeyri úr landi og atvinnulausum fer ört fjölgandi. En hvað gera stjórnvöld. Ekki neitt. Eitt og eitt orð heyrist um nýsköpun og hátæknistörf og er það góðra gjalda vert en við þurfum aðgerðir núna. Grænmetið er ágætis byrjun.
Kem með fleiri hugmyndir seinna í dag.
Áfram Ísland
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.