Guðlaugur segir sorrý

Guðlaugur viðurkennir sína sök og Sjálfsstæðisflokksins á hruninu og virðist ekki detta í hug að víkja. Hvenær er ástæða til að hverfa úr stjórnmálum ef ekki þegar maður hefur stuðlað að gjaldþroti þjóðar? Þegar maðurinn játaði sök en reyndi að draga í land með því að ætlast til hrós til handa Sjálfstæðisflokknum fyrir það sem vel hefði verið gert. Fyrringin er algjör. Það er varla hægt að segja að nokkuð almennilegt hafi verið gert þegar það var allt reist á lélegum grunni og entist bara rétt að gjaldaga.

Margir tryggir kommar í gamla daga gengu af trúnni þegar kom í ljós að kommúnisminn gengi ekki upp og í ljós kom að Sovét væri ekki eins glæsilegt og þeir héldu. En það sama virðist ekki eiga við nýfrjálshyggju gemlingana. Þeir virðast eins og ekkert sé ætla að nýta sér þessar þjóðfélags hamfarir sem eru til komnar vegna frjálshyggjunnar til þess að koma okkur enn dýpra í fen þessa auma kerfis. Þeir virðast svo alls ekki gengnir af trúnni. Hin ósýnilega hönd markaðarins mun redda þessu öllu saman.

Nú gildir bara þolinmæði og þrautseigja og ekki láta þessa andskota beita sama bragðinu og venjulega. Hingað til hafa þeir beðið af sér öll áhlaup þangað til landinn hefur misst móðinn. Það meigum við ekki láta gerast í þetta sinn.

Áfram Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband