7.1.2009 | 22:32
Ebóla veiran komin í fæðukeðju manna
Sagt var frá því að Ebólu veiran hafi fundist í svínum á tveimur svínabúum á Filippseyjum. Nú er ríkisstjórnin í óða önn að grafa bændum enn dýpri gröf en orðið er með lögleiðingu matvælafrumvarpsins. Þar á að lögleiða innfluttning á hráu kjöti til Íslands. Þrátt fyrir andstöðu bænda og ýmissa fræðimanna ætlar ríkisstjórnin að halda þessu til streitu.
Innfluttningur á hráu kjöti skapar hættu á því að ýmsir sjúkdómar geti borist í dýr og menn. Nú er Ebóluveiran komin í fyrsta sinn í svínakjöt og þar með kominn í fæðukeðju manna. Einhverjir gætu sagt að hættan væri engin að kjöt frá Fililppseyjum verði flutt til Íslands. En ég vil benda á að á síðasta ári voru fluttir inn kjúklingar til landsins frá Danmörku sem áttu uppruna sinn í Tælandi.
Fyrst ríkisstjórnin ætlar ekki að láta segjast varðandi matvælafrumvarpið þá verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni og gera eitthvað í málinu. Þetta er ekki aðeins ógn fyrir efnahag bænda og velferð íslensku dýrastofnanna heldur er þetta ógn við almanna heill.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alþjóðavæðingin býður eitrinu heim, sama hvort það er ebóla eða melamín. Sjá Melamín enn í vörum.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.