8.12.2008 | 12:37
Kosningar um ESB
Þetta er vandasamt mál. VG er á móti Evrópusambandið aðild en harðir talsmenn fyrir meira lýðræði. Af þessum sökum er erfitt fyrir flokkinn að standa í vegi fyrir kosningum um aðild ef að það er þjóðarvilji að kjósa um inngöngu.
Sjálfur er ég fylgjandi sjálfstæðis Íslands og fylgjandi upplýsandi umræðu um málefnið. Ókostirnir eru mun veigameiri en kostirnir og það verður að kynna þetta vel fyrir þjóðinni. Til að mynda eru ekki til neinar nýjar tölur um þann kosnað sem myndi fylgja aðild íslands í Evrópusambandið. Kosningar eiga ekki að fara fram fyrr en þrýstingur hefur verið mikill um þó nokkuð skeið. Til að mynda væri hægt að ákveða að meirihluti þjóðarinnar þyrfti að vera fylgjandi inngöngu í ár samfellt. Þessu væri hægt að fylgjast með, með skoðunarkönnunum. Ekki ætti að fara í kosningar eingöngu vegna háværra radda einstakra stjórnmálamanna og stakra hagsmuna aðila.
Sjálfur er ég fylgjandi sjálfstæðis Íslands og fylgjandi upplýsandi umræðu um málefnið. Ókostirnir eru mun veigameiri en kostirnir og það verður að kynna þetta vel fyrir þjóðinni. Til að mynda eru ekki til neinar nýjar tölur um þann kosnað sem myndi fylgja aðild íslands í Evrópusambandið. Kosningar eiga ekki að fara fram fyrr en þrýstingur hefur verið mikill um þó nokkuð skeið. Til að mynda væri hægt að ákveða að meirihluti þjóðarinnar þyrfti að vera fylgjandi inngöngu í ár samfellt. Þessu væri hægt að fylgjast með, með skoðunarkönnunum. Ekki ætti að fara í kosningar eingöngu vegna háværra radda einstakra stjórnmálamanna og stakra hagsmuna aðila.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.