Ritskoðun í fjölmiðlakennslu í Háskólanum á Akureyri?

 

Nemendum í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri fá raunsanna mynd af því umhverfi sem þeir eiga eftir að vinna við þegar þeir gera sitt eigið blað nú fyrir jólin. Svo virðist vera að efnið sé ritskoðað og ekki birt ef það þykir ekki við hæfi.

 

Nemendu á öðru ári í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri gefa út blað fyrir jólin. Þarna fá nemendur nasasjón af blaðamennsku og blaðaútgáfu. Tekin eru viðtöl við fólk og skrifaðar fjölbreyttar greinar.
Einn nemandinn tók að sér að skrifa leiðara í blaðið. Ekki leist kennara námskeiðsins ásamt tveimur nemendum betur en svo á innihald leiðarans að megin efni hans var þurkað út. Eingöngu eru notaðar fyrstu línur hins upphaflega leiðara. Endanlegur leiðari var skrifaður af tveimur nemendum og kennaranum sjálfum.

 

Hér á eftir fer leiðarinn sem ekki þótti birtingarhæfur og þið verðið bara að dæma það sjálf hvort efni hans sé á einhvern hátt ósæmilegur.

 

Fjölmiðlar og fleiri brugðust

 

„Megir þú lifa áhugaverða tíma" segir ein kínversk bölbæn. Því miður erum við Íslendingar að upplifa slíkt tímabil í aðstæðum sem orsakast annars vegar af utan að komandi áhrifa og hinsvegar af heimatilbúins vanda.

 

Hin utan að komandi áhrif er að sjálfsögðu lausafjárkreppan sem allur heimurinn berst við. Hinn heimatilbúin vandi er sér íslenskur og margþættur með öðrum orðum er Ísland að gjalda fyrir gagnslausa og vanhæfa Seðlabankastjórn, ónýtan gjaldmiðli, sjúklega græðgi auðmanna, hrokafulla og spillta ráðherra sem eru engan vegin starfi sínu vaxnir, ónothæft fjármálaeftirlit og síðast en ekki síst hafa fjölmiðlar algerlega brugðist hlutverki sínu. Fjölmiðlar brugðust þjóðinni hvort sem það var vegna eignarhalds fjölmiðlanna, hugleysis eða vankunnáttu fréttamanna í hagfræði skal ég ekki segja.

 

Við uppbyggingu nýja Íslands verðum við að sjá til þess að fjölmiðlar geti uppfyllt skildur sínar gagnvart þjóðinni. Tryggja verður dreift eignarhaldi á fjölmiðlum þannig að fjölmiðlafólk geti unnið óháð eigendum sínum. Menntun fjölmiðlafólks verður að vera góð, víðtæk og einnig fjölbreytt. Fjölmiðlar verða að átta sig á því að þeir eiga að veita valdhöfum og stjórnvöldum aðhald en ekki öfugt. Að þessum atriðum verðum við að huga þegar við byggjum upp hið nýja Ísland.

 

Stöndum saman, finnum sökudólgana, refsum þeim og byggjum betra samfélag.

 

Jón Ólafsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki rétt að þessi málsháttur sé kínverskur.  Lítið á eftirfarandi: http://en.wikipedia.org/wiki/May_you_live_in_interesting_times

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Hvort sem málshátturinn er kínverskur eða ekki þá verður gaman að sja hvernig hinn nýji leiðari sem á að nota kemur út. Ætli Jón hafi ekki bara leyft sér að tala of hreint út!!!! Það er víst ekki við hæfi í dag að segja of mikið ef það er satt

Monika Margrét Stefánsdóttir, 27.11.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Þetta er nú ekki meira en það sem sagt er í öllum bloggheiminum í dag á mótmælafundum sem sjónvarpað er frá og hvað það nú er. Við hvað er forstöðumaður fjölmiðladeildar HA svona hræddur? Vill hann ekki "búa" til sjálfstæða fréttamenn? Ég bara spyr.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 4.12.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband