Enga vaxtalækkun takk

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir í skýrslu sinni um Ísland segir að vaxtalækun myndi enn auka á atvinnuleysi. Ætlar ríkisstjórnin að taka mark á þessu. Sú hagfræði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beitir er sú sama og hann hefur beitt í áratugi. Þessi hagfræði hefur ekki gengið upp hingað til og hvers vegna í ósköðunum dettur einhverjum í hug að hún dugi núna.

Það hagfræðimódel sem sjóðurinn beitir á þróunarlönd var búið til skömmu eftir seinna stríð. Módelið hefur aldrei virkað og afneitaði höfundurinn því sjálfur nokkrum árum síðar og sagðist hafa gert vitleysu við gerð módelsins. Þrátt fyrir þetta þá notar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn módelið áfram.

Er ekki möguleiki að eitthvað annað geti legið að baki þegar sömu mistökin eru gerð aftur og aftur. Það getur ekki verið að þeir starfsmenn sem valist hafist til starfa í áratugi séu heimskingjar. Getur verið að þeir séu að greiða aðgang að mörkuðum fyrir erlend stórfyrirtæki. Nú þegar er búið að bera víurnar í virkjanir á Íslandi og bankamálaráðherrann vill selja bankana erlendum aðilum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

IMF á eftir að reynast þjóðinni banabiti, jafnvel mun verri en ESB hefði nokkurn tíma getað gert.

Bendi á færsluna vaxtaokur á blogginu mínu.

Diesel, 26.11.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband