18.11.2008 | 23:36
Samfylkingin í Skagafirði gagnrýnir þingflokkinn
Samfylkingin í Skagafirði gagnrýnir þingflokkin harðlega. Ánægjulegt að sjá að einhverjir flokksmenn samfylkingarinnar séu gagnrýnir á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.
Þegar flokksmenn Samfylkingarinnar eru farnir að tala um að það verði að fara að taka til í stjórnmálum landsins þá er kanski einhver von um að þessi stjórn fari að leggja upp laupana. Einnig tala þeir um að krafa sé um ábyrgð gagnvart landi og þjóð með sjálfbærni að leiðarljósi.
Þessi síðasta setning má túlka með góðum vilja að félagar Samfylkingarinnar í Skagafirði séu á móti því að ganga í Evrópusambandið. Alla vega túlka ég það þannig að maður geti ekki borið ábyrgð gagnvart landi og þjóð ef maður ætlar að afsala sjálfstæði þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.