Ríkissjónvarpið ?

Það er einkar þreytandi að enn og aftur sé Kastljósið að ræða þjóðmálin við Óla Björn. Það er á hreinu að maðurinn kemur ekki með neitt nýtt inn í umræðuna. Hann kemur bara með sjónarmið Sjálfstæðisflokksins.

Sjálftæðisflokknum er mikill greiði gerður þegar ríkissjónvarpið ákveður að talsmaður Sjálfstæðisflokksins fái lausan tauminn í hverjum þættinum eftir annan. Hvernig væri að sjónvarp allra landsmanna fengi einhvern í viðtal sem er ekki vitað fyrir fram hverju svarar. Óli Björn hefur trú á ríkisstjórninni og trú á seðlabankastjórninni og öll hans svör ganga út á að verja núverandi valdhafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Sammála!

Himmalingur, 18.11.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband