17.11.2008 | 15:17
Ástand efnahagsmála ógnar matvælaöryggi Þjóðarinnar
Það getur ógnað matvælaöryggi þjóðarinnar ef bændur hafa ekki efni á að kaupa áburð fyrir næsta ár. það leiðir bara til eins. Minni framleiðslu. Nú þegar framleiðum við bara rétt um helming þeirra matvæla sem við neitum. Einnig eru það innfluttu matvælin sem eru að hækka verðbólguna en ekki þau íslensku.
Staða flestra bænda er orðinn afar erfið. Erlendu lánin hafa hækkað, innlendir vextir í 18 % og öll aðföng til búrekstrarinns hafa hækkað. Fjöldi kúabænda hafa staðið í framkvæmdum til að nútímavæða bú sýn og eru bróðurpartur þeirra með erlend lán.
Grípa verður til róttækra aðgerða til þess að forða því að fjöldi bænda leggi ekki upp laupana. Við þessar aðstæður er helsta hugðarefni landbúnaðarráðherrans að lögleiða matvælafrumvarpið umdeilda sem gerir ekkert annað en að veikja stöðu bænda enn frekar.
Þegar bankarnir eiga orðið búin þá verður sú hætta fyrir hendi að bændurnir bregði búi. Ef sú staða kæmi upp að fjöldi bænda ákveddi að breggða búi værum við í vandræðum með að halda framleiðslunni gangandi. Starfsþekking bænda er takmörkuð auðlynd og það fólk sem tekið gæti við þeirra störfum er ekki á hverju strái.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.