Er Ísland til sölu?

Olli Rehn stækkunarmálastjóri ESB segir í viðtali við fréttablaðið nýverið að það séu engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu nýrra aðlildarríkja. Hann fái ekki séð „hvers vegna Ísland ætti ekki að geta undirgengist sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna." Hann sé þess fullviss að „hægt sé að finna lausn sem báðir aðilar geti við unað. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi." Þessi vilji sem hann talar um er bara í eina átt, það er í átt til vilja Evrópusambandsins. Lausnin er án nokkurs vafa sú að Ísland missir lögsögu yfir sinni helstu auðlind, hafinu sjálfu sem hefur verið gullnáma Íslendinga í langan tíma og er enn okkar helsta tekjulind.

Með þessari yfirlýsingu Rehn hlýtur Össur Skarphéðinsson að vera kominn til liðs við okkur sem viljum viðhalda sjálfstæði landsins og höfum dug til þess að stjórna okkur sjálf. Því Össur hefur sagt það opinberlega að ekki komi til greina að ganga inn í ESB ef að fiskimiðin liggi undir. En Össur hefur einnig tæpt á því að hættan á að tapa veiðiréttinum sé ekki fyrir hendi vegna veiðireynslu íslendinga og vegna þess að þjóðir Evrópusambandsins hafi ekki veitt við Íslandsstrendur í 30 ár. En þótt sú væri raunin er ekkert sem segir að reglum sambandsins um fiskveiðar væri ekki breytt okkur í óhag eftir að við værum kominn inn í sambandið. Á Evrópusambandsþinginu fengi Ísland 5 þingmenn af 785.  Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en í fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins fær hvert aðildarríki eingöngu fulltrúa annaðhvert kjörtímabil sem er fimm ár. Ísland hefði engan fulltrúa í framkvæmdarstjórninni annaðhvert kjörtímabil. Fulltrúi Íslands í framkvæmdarstjórninni er bara tilnefndur af þjóð sinni en má ekki draga taum hennar heldur hugsa um heildarhagsmuni Evrópusambandsins. Hvort kæmi hagsmunum Evrópusambandsins betur að hafa aðgang að Íslandsmiðum eða ekki?


Ég vil benda á að  stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins segir ekki pólitískt klókt hjá Íslendingum að taka einhliða upp evru þar sem það myndi stiggja ráðamenn Evrópusambandsins og gefur hann í skyn að það myndi koma niður á Íslendingum í mögulegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Af þessu má álykta að engrar skjótfenginnar hjálpar sé að vænta í peningamálum frá hinnu svokallaða vinveitta Evrópusambandi. Þeir vilja veita Íslendingum flýtimeðferð inn í sambandið á forsendum Evrópusambandsins. En þó svo að við fengjum flýtimeðferð inn í Evrópusambandið yrðum við að uppfylla skilyrði peningamálastefnu Evrópusambandsins áður en við gætum byrjað að nota evruna sem okkar gjaldmiðil. Það eru mörg ár þangað til við uppfyllum þessi skilyrði.


Kannski finnst einhverjum gott að búa bara í la la landi og þurfa ekki að taka neinar ákvarðanir, sigla bara áfram í draumkendri veröld og láta einhverja aðra stjórna og ákvarða hvað okkur sé fyrir bestu. Láta einhverja bindishnúta sem aldrei hafa til Íslands komið og vita kanski ekki hvar við erum á landakortinu ákvarða framtíð okkar. Ég segi: Íslendingar eiga að fara með stjórn eigin mála og lifa lífinu á eigin forsendum?


Að lokum spyr ég Evrópusambandssinna hvort sjálfstæði þjóðarinnar sé til sölu og þá á hvaða verði. Við hvaða skilyrðum Evrópusambandsins mynduð þið segja: nei takk okkar hagsmunum er betur borgið utan Evrópusambandsins. Eða eru þau skilyrði ekki til? Eru evrópusinnar tilbúnir að  afsala yfirráðum yfir fiskimiðunum, minnka fæðuöryggi þjóðarinnar með opnum mörkuðum með landbúnaðarfurðir og eru þið sátt við að á Íslandi verði viðvarandi atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu?  
Ég segi nei takk.


Áfram Ísland.

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Já í augum Samfylkingar gegn Íslandi er sjálfstæðið til sölu fyrir lítin súpudisk og djobb í Brussel.

Miðbæjaríhaldið

hef skömm á Samfylkingu gegn Íslandi

Bjarni Kjartansson, 17.11.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband