Mótmæli á Akureyri

Ég var að koma af mótmælafundium á Akureyri. Þarna var kominn saman þó nokkur fjöldi fólks sem virtust af undirtektum þess af málfluttningi ræðumanna öll vera sammála um það að ríkisstjórnin verður að fara frá.

Þessi fundir eru gott framtak og vonandi upphaf af einhverju stærra.

Það var áhugaverður pistill á Vísi.is eftir Bjarna Bjarnason rithöfund sem heitir "Er hetja á Íslandi?"
Fram koma hjá honum áhugaverð viðhorf til ábirgðar stjórnmálamanna og lýðræðis. Hér á eftir er hluti úr pistlinum.

Ábyrgð er grunneining í lýðræðinu, það er gjaldmiðillinn sem menn skipta á milli sín og flokka hverja aðra út frá í almenning eða ráðamenn.
Ef efnahagskerfið hrynur þá hafa margir sem báru ábyrgð brugðist.
Ef enginn ráðamaður segir af sér eftir slíkt hrun þá er ekki lengur bara efnahagskreppa, heldur lýðræðiskreppa. Lýðræðið hvílir á ábyrgð og ef samfélagið getur meira og minna fallið saman án þess neinn segi af sér þá var aldrei að marka grunngildið í lýðræðinu, það er að segja ábyrgðina sem réttlætir að ráðmenn séu fínt vel launað fólk. Ef enginn segir af sér eða er settur af eru allir ráðamenn ekki klæddir öðru en nýju fötum keisarans. Ef enginn sætir ábyrgð og afklæðist embætti sínu þýðir það að Alþingi hefur óvart heimilað nekt þingmanna.

Hið persónulega tengisamfélag sem er einn helsti orsakavaldurinn fyrir að það skorti gagnrýnið aðhald þannig að allt fór úr böndunum er líka aflið sem veldur því að enginn segir af sér eða er látinn fara þegar stór hluti kerfisins hrynur. Sem sagt, ef enginn fer þegar stór hluti kerfisins hrynur þýðir það að kerfisvandinn er enn þá ekki bara virkur heldur svo sprækur að hann er veruleikinn. Ef enginn fer þegar kerfið hrynur að stórum hluta þá eru skilaboð kerfisins að þetta sé bara eðlilegt áfall. Þá eru skilaboð kerfisins; kerfið er ekki ábyrgt. Það er sama og að segja að kerfið skipti engu máli. Það er hreint og klárt viðmiðunarleysi og tómhyggja og það er nýjung ef það er hlutverk stjórnvalda að ala á slíku ástandi. Í slíku ástandi hugsar enginn skýrt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,

Sorrí að ég kom ekki með á mótmælin í dag. Hefði viljað kíkja.

Mjög flott skrifað hjá þessum Bjarna.

Jakob

. (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband