Þigg ekki "leiðréttinguna"

Fyrir einskæra forvittni sótti ég um "skuldaleiðréttingu" ríkisstjórnarinnar og þar sem ég hafði greitt upp ansi mikið af skuldum fyrir þann tíma sem "leiðréttingin" tekur yfir þá var meint niðurfelling okkar hjóna aðeins upp á tæp fjögurhundruð þúsund eða um tvöhundruð þúsund á kjaft.

Ég ætla að hafna þessum peningum á þeim forsendum að þeim sé betur komið annarsstaðar, ég ætla að hafna þeim af sanngirnisástæðum. Mér finnst í raun einstaklega ósmekklegt þegar vel stætt eignafólk er framar í "leiðréttingarröðinni" en þeir sem hafa það ver og sumir hverjir bara ansi skítt. Og ég hef í raun skömm á fólki sem finnst í lagi að forgangsraða á þennan hátt. Það er einnig svo margt svona grátbroslegt við þetta eins og ég sá einhversstaðar að það ríkið verði að láta tvo og hálfan milljarð í Íbúðalánasjóð vegna skuldaniðurfellingarinnar, þetta er bara fíflalegt.

Svo er önnur ástæða fyrir því að ég ætla ekki að þyggja þessa peninga og í raun gæti ég ekki nálgast þá þótt ég vildi því ég ætla ekki að taka þátt í þeirri niðurlagingu að fá mér rafræn skilríki.

Hve lágt ætlar fólk að leggjast. Að láta skilda sig að fá sér rafræn skilríki hjá einkavinafyrirtæki sem hefur Árna Þór Sigfúson sem verkefnastjóra. Þarna er spillingin í sinni tærustu mynd. Ég læt ekki kaupa mig til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband