11.12.2012 | 14:02
Lygin um jólasveinana
Ég slökkti á Kastljósinu í gær svo að 7 ára dóttir mín sem ég hef logið að undanfarin ár um að jólasveinarnir séu til þyrfti ekki að hlusta á umræðuna um réttmæti eða ranglæti lygarinnar um tilvist jólasveinana. Hún á nú tvo eldri bræður sem eru búnir færa henni sannleikann um sveinana en hún er á því stigi að hún talar ekkert um það hvort þeir séu til eða ekki og lætur bara skóinn út í glugga og hlakkar til.
Gaman gaman, og á næsta ári geri ég ráð fyrir að hún geri minna út þessu en mun ábyggilega halda áfram að setja skóinn út í glugga svo lengi sem von er á einhverju í hann, sama hver setur í skóinn. Ég hef alla vega engar áhyggjur að þetta muni skaða hana á nokkurn hátt, þetta er glens sem flestir njóta.Ég verð að taka fram að ég missti af kastljósumræðunni um tilvist jólasveinanna af fyrgreindum ástæðum.
En ástæða þess að ég skrifa um þetta er sú að ég furða mig aðeins á því að Kastljósið skuli ræða um þetta en ekki aðra og stærri lygi sem við búum við í okkar samfélagi en það er lygin um tilvist guðs.
Sú lygi er viðurkennd í samfélaginu nær gagnrýnislaust. Það er meira að segja heil starfstétt sem fær greitt fyrir að viðhalda lyginni og það sem meira er, fær laun sín greidd úr ríkissjóði. Nú hefur Ólína Þorvarðardóttir ofl. sett fram frumvarp um að niðurgreiða eigi óhefðbundnar lækningar og hefur hún hlotið háð og spott fyrir af sumum samstarfsmönnum sínum á þingi. En þeir sömu og gagnrýna Ólínu láta óáreitt að gríðarlegar upphæðir renni til kirkjunnar sem byggir tilvist sína á gömlum þjóðsögum sem byggja ekki á vísindalegri grunni en óhefðbundnar lækningar.
Ég vil taka fram að sú gagnrýni sem kemur hér fram gagnvart prestum á ekki við um öll störf þeirra sem ég tel nauðsynleg í samfélaginu td sálusorg og praktísk verk eins og jarðafarir heldur trúarlega grunninn sem liggur þar að baki.
Gaman gaman, og á næsta ári geri ég ráð fyrir að hún geri minna út þessu en mun ábyggilega halda áfram að setja skóinn út í glugga svo lengi sem von er á einhverju í hann, sama hver setur í skóinn. Ég hef alla vega engar áhyggjur að þetta muni skaða hana á nokkurn hátt, þetta er glens sem flestir njóta.Ég verð að taka fram að ég missti af kastljósumræðunni um tilvist jólasveinanna af fyrgreindum ástæðum.
En ástæða þess að ég skrifa um þetta er sú að ég furða mig aðeins á því að Kastljósið skuli ræða um þetta en ekki aðra og stærri lygi sem við búum við í okkar samfélagi en það er lygin um tilvist guðs.
Sú lygi er viðurkennd í samfélaginu nær gagnrýnislaust. Það er meira að segja heil starfstétt sem fær greitt fyrir að viðhalda lyginni og það sem meira er, fær laun sín greidd úr ríkissjóði. Nú hefur Ólína Þorvarðardóttir ofl. sett fram frumvarp um að niðurgreiða eigi óhefðbundnar lækningar og hefur hún hlotið háð og spott fyrir af sumum samstarfsmönnum sínum á þingi. En þeir sömu og gagnrýna Ólínu láta óáreitt að gríðarlegar upphæðir renni til kirkjunnar sem byggir tilvist sína á gömlum þjóðsögum sem byggja ekki á vísindalegri grunni en óhefðbundnar lækningar.
Ég vil taka fram að sú gagnrýni sem kemur hér fram gagnvart prestum á ekki við um öll störf þeirra sem ég tel nauðsynleg í samfélaginu td sálusorg og praktísk verk eins og jarðafarir heldur trúarlega grunninn sem liggur þar að baki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.