28.11.2012 | 10:20
Þá fór ég að gráta
Ég var í traktornum um daginn að gefa útigangshrossunum og hafði það bara nokkuð gott. Það var vægt frost, logn og stjörnubjartur himinn sem sést svo vel í myrkrinu í sveitinni. Kveikt var á útvarpinu og þulirnir voru að tala um átökin í Palestínu. Það var verið að segja frá árásum ísraela á palestínumenn sem lokaðir eru í búri, geta hvorki varið sig né flúið. Á örfáum dögum voru þeir búnir að drepa á annað hundrað manns og limlesta nokkur hundruð. Stór hluti hinna myrtu voru börn.
Eftir þessa umræðu var spilað lagið One með U2 og þegar ég keyrði niður afleggjarann með rúlluna framan á traktornum þá fór ég að gráta. Ég fór að gráta yfir mannvonnskunni. Ekki bara þeirri mannvonsku sem tekur í gikkinn og drepur heldur mannvonnskunni sem felst í því að gera ekki neitt og drepa. Ég fór að gráta yfir eigin vanmætti að geta ekkert gert og reiði minni í garð þeirra sem geta gert eitthvað en láta það vera vegna einhverra hagsmuna eða þá bara aumingjaskapar. Forgangsröðunin felst í einhverju allt öðru en manngæsku.
Við lifum í samfélagi þar sem pólitíkusar slá um sig þegar á bjátar en gera svo ekki neitt. Össur Skarphéðinsson og Árni þór þöndu sig eitthvað í tvo daga en grípa ekki til neinna aðgerða. Ungliðahreyfing VG krafðist stjórnmálaslita við Ísrael en fór svo í partý og ekkert heyrist í þeim meir. Bjarna Ben fannst að gyðingar ættu að gæta meðalhófs í slátrun sinni á palestínumönnum. Það er eins og að hafa mælt fyrir meðalhófi nasista þriðja ríkisins í helförinni. Munurinn er að flestir þeir sem studdu nasista í stríðinu vissu ekki af þjóðarmorði þeirra á gyðingum fyr en eftir á en Bjarni Ben og hans kumpánar í Sjálfstæðisflokknum vita nú þegar af þjóðarmorði gyðinga á palestínumönnum en styðja þá samt. Þriðjungur þjóðarinnar ætlar samt að kjósa þá.
Ef dugur væri í íslenskum stjórnmálamönnum væri búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael, setja á þá viðskiptabann og aðstoða íbúa palestínu eftir megni. Það er hægt að gera með matarsendingum, læknisaðstoð, heimsóknum íslenskra stjórnmálamanna í fangabúðirnar á Gasa og ýmsan annan hátt ef vilji og þor eru fyrir hendi.
Við getum hjálpað ef við viljum því við eigum allt en þau ekkert.
Eftir þessa umræðu var spilað lagið One með U2 og þegar ég keyrði niður afleggjarann með rúlluna framan á traktornum þá fór ég að gráta. Ég fór að gráta yfir mannvonnskunni. Ekki bara þeirri mannvonsku sem tekur í gikkinn og drepur heldur mannvonnskunni sem felst í því að gera ekki neitt og drepa. Ég fór að gráta yfir eigin vanmætti að geta ekkert gert og reiði minni í garð þeirra sem geta gert eitthvað en láta það vera vegna einhverra hagsmuna eða þá bara aumingjaskapar. Forgangsröðunin felst í einhverju allt öðru en manngæsku.
Við lifum í samfélagi þar sem pólitíkusar slá um sig þegar á bjátar en gera svo ekki neitt. Össur Skarphéðinsson og Árni þór þöndu sig eitthvað í tvo daga en grípa ekki til neinna aðgerða. Ungliðahreyfing VG krafðist stjórnmálaslita við Ísrael en fór svo í partý og ekkert heyrist í þeim meir. Bjarna Ben fannst að gyðingar ættu að gæta meðalhófs í slátrun sinni á palestínumönnum. Það er eins og að hafa mælt fyrir meðalhófi nasista þriðja ríkisins í helförinni. Munurinn er að flestir þeir sem studdu nasista í stríðinu vissu ekki af þjóðarmorði þeirra á gyðingum fyr en eftir á en Bjarni Ben og hans kumpánar í Sjálfstæðisflokknum vita nú þegar af þjóðarmorði gyðinga á palestínumönnum en styðja þá samt. Þriðjungur þjóðarinnar ætlar samt að kjósa þá.
Ef dugur væri í íslenskum stjórnmálamönnum væri búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael, setja á þá viðskiptabann og aðstoða íbúa palestínu eftir megni. Það er hægt að gera með matarsendingum, læknisaðstoð, heimsóknum íslenskra stjórnmálamanna í fangabúðirnar á Gasa og ýmsan annan hátt ef vilji og þor eru fyrir hendi.
Við getum hjálpað ef við viljum því við eigum allt en þau ekkert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr!
Sigurður Haraldsson, 28.11.2012 kl. 12:18
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/28/island_medflytjandi_tillogu_um_palestinu/
Sóley Björk Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 17:20
Sóley, þetta er gott framtak enda mikið meira en sjálfsagt, en ef vilji er fyrir hendi er hægt að gera mikið meira.
Guðbergur Egill Eyjólfsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 10:15
Sammála. Skrítið að tala um vopnahlé þegar það næst samkomulag um að Ísraelsmenn geri hlé á stríðsglæpum sem þeir eru að fremja.
Sigurður Óli Björgólfsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.