Firring í atvinnumálum

Hún er endalaus umræðan um að efla verði atvinnulíf á Íslandi og oft á tíðum er umræðan á þann veg að hvert mál sé upp á líf og dauða. Við könnumst öll við hvernig umræðan um virkjanir og stóriðju hefur verið. Þeir sem vilja fara sér hægar, leifa náttúrunni að njóta vafans eða þó ekki væri nema hugsa málin til enda hafa verið úthrópaðir úrtölumenn og afturhaldsseggir.Nýjasta æðið er fyrirhuguð uppbygging Huang Nubo á Grýmsstöðum á Fjöllum þar sem sveitarfélög víðsvegar á norðurlandi hafa stofnað einkahlutafélagið GáF ehf. Til þess að liðka fyrir fyriráætlunum Nubo á Grýmsstöðum. Þetta gera sveitafélögin í þeim tilgangi að efla atvinnulíf á svæðinu.Nú eru hafnar framkvæmdir í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Hugmyndin er að gera þar jarðvarmavirkun til raforkuframleiðslu fyrir stóriðju. Nýleg vitneskja sem fengin er með reynslu af Hellisheiðavirkjun að slíkar virkjanir séu mun skaðlegri heilsu manna og hafi neikvæðari áhrif á náttúruna en talið var þegar leifi fyrir virkjun í Bjarnarflagi var heimiluð.
Líkur eru jafnvel á að fyrirhuguð virkjun muni hafa áhrif á neðanjarðarvatnskerfi sem rennur út í Mývatn, helsta atvinnuveitanda í Mývatnssveit.
Hvers vegna eru ekki sveitafélög á norðurlandi að tengjast böndum um að koma í veg fyrir að Mývatni sé stofnað í voða og þar með atvinnu á svæðinu. Það verður ekki alltaf bæði sleppt og haldið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband