Á ég að kjósa XD

Það er ábyrgðarhluti að kjósa í Alþingiskosningum. Þess vegna ætla ég tímanlega að hugleiða vel alla þá kosti sem eru í boði. Ég ætla að kanna alla kostina og byrja hér með á Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur flokka á Íslandi og sá flokkur sem lengst hefur verið við stjórnvölin frá lýðveldisstofnun. Ísland er eitt ríkasta land í heimi svo eitthvað hljóta þeir að hafa gert rétt.

Það er spurning í sjálfu sér hvort Marshall aðstoðin hefði verið jafn öflug ef vinstri stjórn hefði verið við völd en herinn hefði væntanlega byggt flugvelli, vegi og borgað laun í peningum, síldin hefði gefið jafn mikið, Þorskurinn líka en varla hefðum við tekið stóryðjuna jafn hraustlega inn og minni eða engin hefði orðið útrásin né þá heldur jafn ægilegt hrun.

Þarna þarf maður að fara að hugsa helling.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á að skipa reyndu fólki og flest allt hámenntað. Lofar góðu. En. Margt af því fólki sem setið hefur á Alþingi fyrir flokkinn hefur verið spillt, uppvíst af því að brjóta lög og dæmi um að menn hafi setið í fangelsi fyrir þjófnað á opinberu fé en samt verið kosið áfram til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Flokkurinn og einstaka þingmenn hafa þegið háar fjárhæðir í mútur frá hagsmunaaðilum og það þykir ekkert tiltökumál. Sagt flest allt vera löglegt.

Það þarf aðeins að hugsa um þetta.

Flokkurinn vill frelsi í viðskiptum, að einstaklingurinn fái að njóta sýn. Fallegt. Spurningin er hvort flokkurinn starfi í þessum anda. Kárahnjúkavirkjun er til að mynda stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar.
Frelsi er svakalega jákvætt orð og maður á erfitt með að gagrýna það. En hvað um það þegar frelsi eins fer að hefta frelsi annarra. Einfalt dæmi er um frelsi til þess að keyra eins hratt og maður vill þá stofnar maður öðrum í hættu. Er þessu ekki eins farið í viðskiptum. Ég veit ekki vetur en frelsi nokkurra útrásarvíkinga til þess að stofna Ice Save hafi heft frelsi ansi margra annarra. Frelsi til þess að selja kvóta frá sjávarþorpum er ekkert voðalega vinsælt nema hjá þeim sem selur....og kaupir en kannski ekki jafn vinsælt hjá þeim sem viðskiptin bitna á, íbúum þorpanna.
Það er spurning um hvaða einstaklinga skuli njóta sýn. Alla vega ekki allir. Þyrfti að skilgreina aðeins betur kannski.

Þarf að pæla í þessu.

Flokkurinn vill koma hjólum atvinnulífsins í gang. Gott og  blessað, hver vill það ekki. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka erlenda fjárfestingu og nýta auðlyndir landsins. Fjárfestin er nauðsynleg ef bæta við atvinnulífið og Sjálfstæðisflokkurinn er til í að selja 3% landsins á einu bretti, leggja raflínur þvert yfir hálendið,  virkja nær allt sem hægt er að virkja til þess að selja erlendum stórfyrirtækjum raforku, leggja sæstreng til Evrópu til þess að Ísland og Evrópa verði að sama markaðsvæði í raforku, byggja að minnsta kosti tvö álver til viðbótar, byggja olíuhreynsistöð, heimila einkaher að æfa sig hérlendis og selja heilbrigðisþjónustu til ríkra útlendinga. Ekki vantar hugmyndirnar.

Hugsa aðeins um þetta.

Sjálfstæðisflokkurinn vill sem minns afskipti ríkisins og vill því einkavæða sem mest af starfssemi ríkisins. Það er best að hafa þetta allt saman á "frjálsum" markaði, hagkvæmast fyrir alla. Kannski.
Sjálfstæðisflokkurinn einkavæddi bankana og eru menn ekki meira ósammála um að það hafi verið rétt ákvörðun að "vinstri" stjórnin hefur einkavætt þá aftur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stuðlað að einkarekstri í heilbrigðisþjónustunni og fá margir læknar laun bæði af einkastofum og ríkinu en það er allt í lagi. Tannlækningar eru einkareknar á Íslandi og börnin okkar með einna verst hirtu tennur í Evrópu en reksturinn gengur vel.
Reykjanesbær hefur fylgt þessari stefnu Sjálfstæðisflokksins út í æsar og er nú að ná að borga upp skuldir sýnar vegna einkavæðingar með sölu eigna þannig að dæmið er að ganga upp þar. Alveg að verða skuldlausir eins og Ísland var korteri fyrir hrun.

Pælum í þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn vill vera í Nato. Varnarbandalagi þeirra sem voru á móti Sovét í denn. Nú er enginn lengur hræddur við Sovétið enda ekki til lengur og þess vegna hefur Nato tekið til við að frelsa austurlönd og Sjálfstæðisflokkurinn styður það ætíð enda sammála því að frelsa austurlandabúa svo þeir fái nú að njóta sýn sem einstaklingar.

Hellingur að hugsa um.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki inn í ESB. Formaðurinn vildi það....kannski en er búinn að skipta um skoðun. Hann vildi Evru en vill það held ég ekki núna. En XD vill ekki inn í ESB. Það er á hreinu. Held ég. kannski.

Ég þarf ekkert að hugsa um þetta.

Jæja þá er að ákveða sig.......................þetta verður erfitt.

Gæti varla verið vissari um hvað ég ætla ekki að kjósa.

Ég vil ekki kjósa flokk sem inniheldur spillta þingmenn með siðferðisbrest. Flokk sem vill fórna náttúru Íslands fyrir skammtímagróða. Vill ekki kjósa flokk sem setur auðvaldið framar fólkinu í landinu. Vill ekki kjósa flokk sem leyfir fólki að kaupa sig fram fyrir röðina í heilbrigðiskerfinu. Vill ekki flokk sem styður árásarstríð. Vill ekki kjósa flokk sem lætur foreldra veikra barna þurfa að betla. Vill ekki flokk sem er svo grunnhygginn að hann ætli að halda sömu stefnu og nú þegar hefur siglt í strand.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband