28.9.2012 | 13:24
Veik börn
Ég verð ekki oft reiður en það varð ég í gær. Bjöllunni var dinglað hér heima í gær og stóðu þar fyrir utan þrjár ungar stúlkur sem voru að safna pening fyrir veikt ungabar sem er frændi einnar þeirrar. Að sjálfsögðu gáfum við peninga til hjálpar en ofboðslega kurraði í mér þegar þær voru farnar.
Að raunveruleikinn sé þanni hjá einni ríkustu þjóð heims að fólk þurfi að leita eftir ölmusu ef það lendir í þeim harmleik að eignast veikt barn. Þetta er algerlega óþolandi, hlustandi á ofurlaun slitastjórna og algerann aumingjaskap stjórnmálastéttarinnar í að byggja okkur sanngjarnara samfélag. Ég segi bara svei ykkur. Og þið sem styðjið þessa flokka sem viðhalda kerfinu, farið þið nú að hugsa ykkur alvarlega um.
Það er ábyrgðarhluti að kjósa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.