Vinstri hvað?

Ég er einn af þeim sem kaus VG í síðustu Alþingis kosningum, Var flokksbundinn til margra ára en hef nú sagt mig úr flokknum. Ég tel mig vera það sem kallað er að vera vinstri sinnaður. Ég vil samfélags eign á helstu stoðum samfélagsins til að mynda heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, frjarskiptakerfis. Einnig á starfsemi sem þegnunum er gerð skylda til að nota eins og tryggingar og bílaskoðun að vera í ríkiseigu.

Vinstri stefnunni á einnig að fylgja andi sanngirni sem kemur fram í almennum jöfnuði til tækifæra í lífinu og samvinnu þeirra sem í samfélaginu búa. Sá mikli ójöfnuður sem komið var á árin fyrir hrun kom til að mynda fram í óverðskulduðum launum sumra bankastarfsmanna og hefði maður ætlað að ef eitthvað hefði lærst af hruninu væri það að þessi ofurlaun hafi ekki skilað til ætluðum árangri fyrir utan hvað þau eru ósanngjörn.

Ég er algerlega forviða á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar eða ætti ég að segja viðbragðaleysi við þessum fréttum af fyrirhugðu bónus kerfi hjá nýju bönkunum. Þetta ætti í raun að hleypa öllu upp í loft og að sjálfsögðu að vera stoppað.

Af hverju fá sumir bónusa ef þeir vinna vinnuna sína vel. Ég veit ekki til þess að ræstingarfólk fái bónusa ef það skúrar vel.

Svo má minna á að bankarnir væru ekki starfandi ef ekki væri fyrir það fé almennings sem lagt var í þá í hruninu. Það er verið að greiða bónusa með peningunum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Guðbergur.  Ef þú ert ekki búinn að fá nóg af því að vinna í stjórnmálasamtökum þá eru tvenn sem geta hentað þér; Rauður vettvangur og Samtök Fullveldissinna.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.3.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband