Hættur í VG

Ég Guðbergur Egill Eyjólfsson hef ákveðið að segja af mér formennsku í svæðisfélagi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni og um leið að segja mig úr flokknum. Ég hef alveg frá því meiri hluti þingmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs studdi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu ekki verið ánægður með afstöðu flokksins til ýmissa mála sem og þá starfshætti sem tíðkast innan flokksins. Það sem endanlega rekur mig til þessa, er sá gjörningur að handvirkt hefur verið stillt upp einstaklingi í fjórða sæti á framboðslista flokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem ekki tók þátt í forvali flokksins (fyrstu sex sætin voru kosin með bindandi kosningu). Mér hugnast ekki slík vinnubrögð. Sérstaklega ekki nú á tímum þar sem krafa um aukið lýðræði er réttilega mjög hávær.
Ég hef hingað til reynt að halda skoðunum mínum á lofti sem samræmast þeim vinstri hugsjónum sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Ég hef getað réttlætt veru mína í flokknum með því að sannfæra sjálfan mig um að ég gæti með veru minni haft áhrif til betri vinnubragða og róttækari vinstri stefnu án þess að vera beinn þátttakandi í þeim gjörningum þar sem flokkurinn hefur farið út af sporinu. Ef ég hefði tekið þátt í að samþykkja og vinna við lista sem ég tel settan saman á ólýðræðislegan hátt væri ég orðinn beinn þátttakandi í því sem ég hef verið að gagnrýna. Þar sem nánast allt annað forystu fólk flokksins á Akureyri sá ekkert athugavert við þessa framkvæmd sé ég enga aðra leið en að segja af mér og hætta í flokknum.
Guðbergur Egill Eyjólfsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég er sammála þér að þetta er ekki eðlilegt.  

Að stilla fólki uppeftir að prófkjör hefur farið fram er mjög ankanalegt.

Ég styð ákvörðun þína og virði hana.

Vilhjálmur Árnason, 19.2.2010 kl. 17:32

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er missir að þér fyrir flokkinn, en ákvörðun þín er samt skiljanleg.

Vésteinn Valgarðsson, 20.2.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband