Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.2.2010 | 09:08
Vesalings Bretar og Hollendingar
Nú koma Hollendingar og Bretar fram sem einhverskonar píslavottar. Þeir eru hreinlega að fórna sér fyrir Íslendinga. Bjóða Íslendingum betri kjör en öðrum þjóðum sem þeir hafa hneppt í skulda þrældóm. Takk.
Þessar þjóðir fara enn ránshendi um heiminn. Gott dæmi er fyrirhuguð olíuvinnsla Breta við Falklandeyjar. Það þætti eitthað skrítið ef Suður-Ameríku ríki færi að bora fyrir olíu við Evrópustrendur og það er varla tilviljun að deilan kemur upp núna því Gordon Brown þarf enn öflugri óvini nú fyrir kosningarnar í vor. Hann á eftir að nota Ísland sem og Argentínu sem óvini Bretlands til þess að auka eigin vinsældir. Þetta er alltaf sama sagan.
Það besta sem íslendingar geta gert er að taka þessu með stóískri ró og setja fram sanngjarnar kröfur á annars ósanngjörnum skuldbindingum sem engin lagaleg skylda virðist binda okkur við.
Ekki nógu gott fyrir Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2010 | 11:36
Kerfinu á ekki að breyta
Það er morgunljóst að almenningur á Íslandi er ekki ánægður með ríkjandi fyrirkomulag en af einhverjum ástæðum ríghalda kjósendur í gömlu fjórflokkana. Til að mynda er Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 30% fylgi. Það getur með engu móti talist gæfulegt. En hvað er til ráða? Lítill munur virðist vera á úrræðum flokkana og þótt sagt sé að nú sé við völd hin fyrsta hreina vinstri stjórn á Íslandi þá boðar hún ekki breitt þjóðskipulag. Hún eingöngu lofar bættum vinnubrögðum innan hins hel spillta og ósanngjarna kerfis sem setur hag almennings aftarlega í forgangsröðina.
Það hljóma einstaka raddir þó innan VG sem reyna að spyrna við fótum en meiga þó ekki við margnum. Vinstri stefnunni er haldið í gíslingu ríkisstjórnarinnar. Hvað haldið þið að margir væru að mótmæla ef Vg væri ekki í ríkisstjórn?
Gjaldeyriseftirlit eflt mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2010 | 09:08
Verða að vera afgerandi Breytingar á samningi
Ef ekki verða gerðar afgerandi breytingar á Icesave samkomulaginu þá verður bara safnað enn fleiri undirskriftum og forsetinn verður þá að synja næstu Icesave lögum einnig. Þjóðin sættir sig ekki við enn meiri afglöp í þessu máli. Við getum ekki látið ráðamenn komast upp með að spila rúllettu með framtíð þjóðarinnar.
Það er morgunljóst að við erum að kljást við fulltrúa meingallaðs kerfis sem hefur hag gömlu nýlendu ríkjanna að leiðarljósi. Reyndar eru Bretar enn á fullu í gamla stílnum og eru að fara að dæla upp olíu í kringum nýlendu sína við Argentínu. Falklandseyjar. það má ekkert láta eftir þessum þjóðum því þeir seilast eins langt og þeir komast.
Vilja 2,75% álag á vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2010 | 16:27
Hættur í VG
Ég hef hingað til reynt að halda skoðunum mínum á lofti sem samræmast þeim vinstri hugsjónum sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Ég hef getað réttlætt veru mína í flokknum með því að sannfæra sjálfan mig um að ég gæti með veru minni haft áhrif til betri vinnubragða og róttækari vinstri stefnu án þess að vera beinn þátttakandi í þeim gjörningum þar sem flokkurinn hefur farið út af sporinu. Ef ég hefði tekið þátt í að samþykkja og vinna við lista sem ég tel settan saman á ólýðræðislegan hátt væri ég orðinn beinn þátttakandi í því sem ég hef verið að gagnrýna. Þar sem nánast allt annað forystu fólk flokksins á Akureyri sá ekkert athugavert við þessa framkvæmd sé ég enga aðra leið en að segja af mér og hætta í flokknum.Guðbergur Egill Eyjólfsson
16.2.2010 | 15:45
Út úr kassanum
Ráðherra segir komandi regluverk verða að miðast við réttarríkið. En réttarríki hverra? Þeirra sem komið hafa okkur um koll? Réttarríkis fjármagnsins? Hvað með rétt hins almenna borgara, hins almenna launþega?
Hér hefur allt farið á hvolf. Fólk væntir réttlætis, almenns réttlætis. Ekki þessa yfirlætislega réttlætis sem verndar hina ríku og hunsar venjulegt fólk. Það verður að fara út fyrir kassa hins hefðbundna samfélags og taka á málunum með hagsmuni allmennings í forgrunni.
Réttast væri að ríkisvæða frjármálakerfið og láta þjóðkjörna fulltrúa bera beina ábyrgð á endurreisninni. Datt virkilega einhverjum í hug að endurreisn einkavædda bankakerfisins myndi fara fram á siðsamlegum nótum. Hvílíkur barnaskapur.
Við þurfum bankakerfi sem er í eigu almennings sem starfar í þágu almennings. Bankar starfa alltaf með hag eigenda sinna fyrir brjósti og er því best að eigendurnir séu fólkið sjálft en ekki einhverjir ríkisbubbar sem hafa það að megin markmiði að soga sem mestan arð úr bönkunum.
Vinnan aldrei unnin þannig að öllum líki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2010 | 13:07
Framtíðarlandið
Nú á þessum ólgu tímum fær maður oft á tilfinninguna að það viti enginn hvert skuli stefna. Ríkisstjórnin er að reyna að bjarga því sem bjargað verður eftir skemmdarverk Sjálfstæðisflokksinns og hans undirlægja undangenginna ára. En hvert stefnir núverandi ríkisstjórn? Hefur hún eitthvert lokatakmark? Einhverja heilsteypta stefnu varðandi hvers lags samfélag eigi að taka við af kapítalismanum sem verið hefur við líði? Hafa þeir flokkar sem ríkisstjórnina skipa einhverja heilsteypta mynd af því samfélagi sem þau vilja skapa? Hafa þeir sömu mynd í huga? Ég er ekki viss? Vegna þessarar óvissu minnar um hvort ríkisstjórnin eða flokkarnir sem hana skipa hafi slíka heilsteypta framtíðarsýn ætla ég hér að koma með mínar eigin hugmyndir í því máli þá mynd sem ég hef í huga mér af íslensku samfélagi framtíðarinnar og hvert ég vil að ríkisstjórnin stefni. Ég byrja lýsingu mína í nútímanum en hverf svo nokkra áratugi fram í tímann þegar við höfum komið samfélaginu í mannvænna horf, í samfélag sem ég vildi búa mér og fjölskyldu minni.
Hér á landi er þokkalega góð skipting á hausti, vetri, vori og sumri. Það er ekki of heitt, ekki of kalt og nóg af rigningu og sól. Landið og hafið um kring er hreint, ómengað og fullt af fiski. Hér er allt sem vestrænt nútíma ríki hefur upp á að bjóða. Góðar samgöngur, heilbrygðisþjónusta, menntakerfi og nægt húsnæði einhverja áratugi fram í tímann. Fyrst landið hefur upp á allt þetta að bjóða lítur út fyrir að eingöngu þurfi að lappa upp á innviði samfélagsins svo að dæmið gangi upp. Það er eingöngu fyrir heimsku heimamanna að landið er ekki hreint og klárt fyrirmyndarríki, því hér er allt til alls.
Við búum á eyju út í miðju Atlandshafi sem er fullkominn staður fyrir fyrirmyndarríki. Eyjan sjálf er miklu stærri en íbúafjöldi hennar segir til um, alla vega saman borið við flesta byggilega staði annarstaðar í heiminum.
Hér er mögulegt að framleiða alla þá matvöru sem þjóðin þarfnast nema ef væri sum krydd og sykur en íbúarnir hafa dregið úr sykurneyslu og farið að neyta í æ ríkari mæli innlendra krydda í stað innfluttra. Bílar eru innfluttir en þó ekki margir ár hvert þar sem íbúarnir hugsa vel um bílana sína og alla jafna kaupa þeir ekki bíl nema á tíu til tuttugu ára fresti. Flestir bílarnir ganga fyrir rafmagni en nokkur hluti fyrir metangasi. Allar landbúnaðar vélar eru drifnar af metangasi sem bændurnir framleiða sjálfir úr úrgani skepnanna og er þetta gas einnig notað á fiskiskipaflotann. Þannig er hinu mengandi metangasi brennt upp og nýtt um leið sem eldsneyti. Þessi fyrirhyggni íbúanna kemur í veg fyrir þann vanda sem hátt olíuverð skapar þjóðum vegna duttlunga hins alþjóðlega viðskiptaumhverfis og stórbætir um leið fæðuöryggi þjóðarinnar.
Allt kjöt, korn, grænmeti og ávextir eru framleiddir á eyjunni og einnig framleitt til útflutnings vegna þess að það eru ekki allar þjóðir jafn heppnar og Íslendingar að geta framleitt nægan mat fyrir sig og sína.
Húsin eru hituð upp af heitu vatni sem kemur sjóð heitt upp út jörðinni. Heita vatnið er notað til húshitunnar en gufan er notuð til upphitunnar gróðurhúsa, þar sem grænmeti og ávextir eru framleiddir, en einnig er gufan notuð til annarrar orkuframleiðslu.
Það eru nær engin félagsleg vandamál því Íslendingar vita að það er betra að taka á vandanum eins fljótt og auðið er heldur en að láta slíkan málaflokk danka og vefja upp á sig. Eiturlyf eru vart þekkt lengur því það er búið að útrýma þörfinni fyrir þau. Auðvitað eru einhver vandamál, íbúarnir eru jú eftir allt mennskir. En á þessum málaflokki er tekið á sem mikilvægasta málaflokki þjóðarinnar. Það kemur til vegna þess að Íslendingar hafa áttað sig á að hamingja einstaklinganna er það mikilvægasta. Þeir hafa áttað sig á því að það sem gerir manninn hamingjusaman sé það að vera sáttur. Þjóðin hefur lært af reynslunni að það að hafa í sig og á, þak yfir höfuðið, góða heilsu og síðast og ekki síst að njóta vináttu og fjölskyldutengsla er það sem gerir manninn hamingjusaman. Þetta er þó nokkuð en til eru þjóðir sem ekki eru sáttar þrátt fyrir allsnægtir og eru enn leitandi að hætti neytandans.
Það eru góðir vegir um alla eyjuna, hvar sem þeirra er þörf og þó nokkrir flugvellir. Það er nóg af skólum og sjúkrahúsum. Bæði menntun og heilbrigðisþjónusta er íbúunum að kostnaðarlausu. Þetta er svona jafnvel þótt íbúarnir vinni minna en þeir gerðu áður. Er það gerlegt þar sem Íslendingarnir hafa áttað sig á því að hamingjuna er ekki hægt að kaupa með peningum og því hafa þeir hætt að eyða tíma sínum í að fjármagna allskyns dót sem áður var elst við, annað hvort í hamingjuleit eða til þess eins að stærra sig gagnvart náunganum. En Íslendingar eru orðnir þroskaðri en það sem þjóð að þeir nýti ekki þann stutta tíma sem þeir hafa á þessari jörð betur en í óþarfa vinnustundir fjarri fjölskyldum sínum.
Íslendingar þurfa ekki að vinna jafn mikið og áður því þeir hafa látið af lífstíl neytandans, þeir eru ekki lengur þrælar auglýsingamennsku kapítalismans. Þrátt fyrir þetta á hver fjölskylda íbúð og einn til tvo bíla. Það er ekki bara betra fyrir þá sjálfa heldur einnig náttúruna. Ef fleiri þjóðir tækju sér Íslendinga til fyrirmyndar hvað þetta varðar, yrðu áhrif hlýnunar jarðar minni en í stefnir og þar með betra fyrir heildina.
Eins og fyr segir þá eiga allir sitt húsnæði. Ekki er þar með sagt að allir eigi eins húsnæði eða jafn dýrt. En öllum er gert kleift að eignast sitt eigið húsnæði í gegn um sérstakann lánasjóð í eigu ríkissins. Reyndar eru allar helstu fjármálastofnanir nú í eigu ríkisins og starfa bankarnir nú eingöngu í þágu þjóðarinnar og styðja bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Íslendingar lærðu af byturri reynslu að bankar í einkaeigu hafa hag eigenda sinna fremstann í forgangsröðinni og glæframennska og mistök slíkra stofnanna geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir hinn almenna borgara.
Íslendingar hafa enn sína gömlu góðu krónu og hafa sett upp ákveðnar reglur til þess að geta haldið sínum eigin gjaldmiðli. Reglurnar eru settar með það að markmiði að hægt sé að stunda sanngjörn viðskipti á milli landa og koma í veg fyrir að einstaka stórir fjármagnseigendur geti stundað fjárglæfraspil með gjaldmiðil heillar þjóðar. Íslendinar hafa nefninnlega borið gæfu til að endurskilgreina frasann frelsi í fjármálum. Þeir hafa sett í forgrunn frelsi almennings en ekki einstaka fjármagnseigenda. Hinu svo kallað frelsi í viðskiptum er ekki lengur gert kleift að hefta frelsi almennings til dæmis með því að hafa áhrif á gengi gjaldmiðilsins með spákaupmennsku og öðru slíku.
Það er löngu þekkt að þjóðir hafa sett sér upp ákveðinn fátækktarstuðu og það hafa íslendinga einnig gert fyrir löngu. En íslendingar hafa einnig sett sér viðmið á hinn endann sem þeir kalla oftækt. Þannig að íslendingar hafa sett mörk á lágmarks og hámarks lífsskilyrði. Þetta kallar kapítalisminn að hefta frelsi einstaklingsins en reynslan hefur kennt íslendingum að þegar einstaklingur á orðið of mikið fer hann að ganga á frelsi annara og því þurfti að finna þarna ákveðið jafnvægi.
Íslendingar tóku ekki upp þennan lífstíl upp úr þurru eða af einskærri skynsemi. Þetta gerðist í raun eins og í ævintýri. Þessi litla þjóð, íslendingar, héldu að þeim væru allir vegir færir og töldu sig svo ríka að á endanum fóru þeir fram úr sjálfum sér og töpuðu öllu nema landi sínu. Litlu en samt svo stóru eyju. Hún var það eina sem þeir ekki misstu og sem betur fer því hún var það eina sem þeir í raun þörfnuðust.
Þessi þjóðfélagsbreyting kom ekki í einu vettvangi og ekki baráttulaust. Sumir Íslendingar vildu ekki segja skilið við lífsstíl neytandanns og hið alþjóðlega kapítalíska hagkerfi vildi alls ekki missa Íslendinga sem neytendur. Kannski ekki endilega Íslendinga sjálfa en hið alþjóðlega kapítalíska hagkerfi vildi ekki missa Íslendinga út úr kerfinu. Þeir sem stjórna hinu alþjóðlega kerfi vildu ekki að Ísland kæmist upp með að vera vel heppnað dæmi sem gæti komist vel af án neytendakapítalisma. En einmitt vegna þess hve Íslandi hefur gengið vel í hinu nýja sjálfbæra hagkerfi þá hafa aðrar þjóðir tekið sér landið til fyrirmyndar. Ekki margar en þeim fer fjölgandi. Þetta er eilíf barátta á milli neytendalífsháttarins, sem með öllu sínu fjármagni reynir að soga sem flesta til sýn, með gylliboðum um betra líf, og sjálfbæra, nægjusama lífsmátanns.
8.2.2010 | 11:21
Grunn greinarnar standa sig
jæja jákvæðar fréttir. Landbúnaðurinn stendur fyrir sínu. Hvernig væri nú að draga ESB umsóknina til baka og stór auka landbúnaðar framleiðslu á Íslandi. Það þarf ekkert að gera nema fjölga í bústofninum. Mannaflinn er til, Þekkingin er til, aðstaðan er til.
Hvað myndi vinnast. Fleiri störf myndu skapast, allt að nokkur þúsund, gjaldeyrir myndi sparast og fæðuöryggi aukast. Hvers vegna er þetta ekki hægt. Jú það er ekki nægur pólutískur vilji fyrir hendi.
Þess í stað eru uppi hugmyndir um einkarekkna heilbrigðisþjónustu og annað í þeim dúr. Ég legg til að við förum einföldu leiðina og eflum það sem fyrir er og orkar ekki siðferðislegs tvímælis.
26.1.2010 | 08:57
Viðurkenna gallað kerfi
Ef þessi frétt er rétt þá eru Bretar að viðurkenna galla í sínu kerfi sem leitt hafi til fjárhagstaps einstaklinga í Bretlandi. Þeir eru um leið að segja að sökin sé ekki öll Íslendinga.
En það mikilvægasta í þessari frétt er að það á bara að lappa aðeins upp á lélegt og afar ósanngjarnt kerfi en ekki gera nokkurn skapaðann hlut til þess að gera kerfið sanngjarnara fyrir hinn almenna borgara.
12.1.2010 | 08:43
Neitun Ice save framlag til þróunarmála
Kínversk bölbæn segir: Megir þú lifa áhugaverða tíma. Við lifum svo sannarlega áhugaverða tíma og það er að miklu leyti undir okkur komið hvernig spilast úr aðstæðum. Til góðs eða ills. Hitamálið þessa dagana er hin umdeilda ákvörðun forseta Íslands að neita undirskrift laga um Ice save samningana.
Hér hafa skapast óvanalegar aðstæður að því leyti að búið er að færa ákvarðanatöku sem varðar yfirgang og óréttmæti hins alþjóðlega kapítalíska hagkerfis frá stjórvöldum og yfir til fólksins sjálfs. Þetta er það sem valdaelítan hræðist hvað mest. Að fólkið sjálft fái að taka ákvarðanir. Enda einkendust fyrstu viðbrögð erlendis frá af miklu offorsi bæði vegna hneykslan valdhafana en einnig og aðallega til þess að reyna að hræða líftóruna úr íslenskum almenningi og þar með hafa áhrif á ákvarðanatöku þeirra.
Hvort sem okkur líkar þessi staða betur eða verr er mikilvægt að spila sem best úr aðstæðunum. Ríkisstjórnin ætti að leitast við að kynna málstað Íslands á opinberum vettvangi og sýna um leið fram á hve kerfið sjálft sé gallað og óréttlátt. Ríkisstjórnin ætti um fram allt að forðast að fara í hella sér út í harðvítuga kosningarbaráttu gegn þeim hluta þjóðarinnar sem hafna vill samningnum og kljúfa þar með samstöðu þjóðarinnar út á við. Sama hver niðurstaðan verður ætti ríkisstjórnin að sitja áfram og vinna úr þeim aðstæðum sem úrslit atkvæðagreiðslunnar hefur í för með sér.
Það að við bjóðum alheimskapítalismanum byrginn getur ef til vill verið okkar verðmætasta gjöf til þróunarmála sem hugsast getur. Að sýna að lýðræðið, fólkið sjálft geti stöðvað óréttlætið og vonandi gefið fátækum þjóðum sem hnepptar hafa verið í skuldafen vesturlanda einhverja von. Okkar viðspyrna í þessu máli skiptir engu máli peningalega fyrir þær þjóðir sem við deilum nú við. Það er kerfið sjálft sem liggur undir og þetta er óréttlátt kerfi. Nú er heimurinn að fylgjast með málinu og við sem aðhöllumst vinstri stefnu njótum þá þeirra forréttinda að geta sýnt fram á ósanngirni kerfisins og ef til vill stuðlað að breytingum í sanngirnis átt.
Nú er lýðræðið í ferli og vonandi segir fólkið nei við lélegum og ósanngjörnum samningi. Vonandi segir fólk nei við lélegu og ósanngjörnu kerfi.
Við vitum að þetta getur verið efnahagsleg áhætta en barátta við ill öfl er aldrei án áhættu. Þegar ég tala um ill öfl á ég ekki endilega við Breta og Hollendinga heldur kerfið sjálft. Ég spyr mig: Erum við vinstrimenn eða ekki? Berjumst við fyrir réttlæti eða ekki?
Það er ef til vill rétt að það er best til skamms tíma fyrir fyrirtækið Ísland að taka þessum samningi þegjandi og hlóðalaust. En er það réttlátt? Við verðum að spyrja okkur fyrir hvað við erum að berjast. Erum við að eingöngu að berjast fyrir krónum og aurum fyrir Ísland eða erum við að berjast fyrir réttlæti. Og þá réttlæti fyrir alla sem beygðir eru undir ok og óréttlæti kapítalismans. Hér er ef til vill einstakt tækifæri fyrir vinstri menn að bjóða kapítalismanum byrginn svo eftir verður tekið. Við höfum verið efst í fæðukeðjunni um áratuga skeið í skjóli Bandaríkjanna og ættum með baráttunni að rétta þeim, sem neðstir eru í keðjunni, og halda kerfinu uppi, hjálpar hönd. Það gerum við með viðspyrnu við kapítalismann.
Það sem verið er að óskapast yfir ákvörðun forsetans sem er þó eitt af baráttumálum VG í framkvæmd. Það er á stefnuskrá flokksins að undirskriftir 15-20 % atkvæðisbærra manna geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig að hneykslun á ákvörðun forsetans af hálfu vinstri manna er hneykslun á baráttumáli eigin flokks. Ef þetta baráttumál flokksins hefði verið komið til framkvæmda hefði það sama gerst en þá bara án milligöngu forsetans.
Ef við sannarlega getum haft áhrif á alþjóða kapítalismann þá eigum við að grípa tækifærið.
Sökin á skuldum okkar eru lélegar reglur bæði hér og erlendis, græðgi og fyrring einstaklinga. Stærsta sökin er þó hið alþjóðlega kapítalíska fjármálakerfi og sú staðreynd að peningar eru í forgrunni alþjóða samskipta en ekki hagsæld fólksins. Því til sönnunar er að í veröldinni eru nægar auðlyndi öllum til handa ef þeim væri dreift af sanngirni og nýtar á þeim stöðum sem þeirra er þörf. Sú er ekki raunin og vesturlönd njóta þess í stað gæða þriðja heimsins með bros á vör. Þar með taldir Íslendingar.
Erlendir fréttamiðlar hafa æ meir snúist á sveif með Íslendingum eftir því sem frá líður synjun forsetans. Við verðum að fá almenningsálit umheimsins í okkar lið enn frekar í lið með okkur. Það er hægt ef forystu menn okkar leggja í baráttuna.
Ríkisstjórnir undangenginna ára voru samþykkar þessu kerfi og sú ríkisstjórn sem nú situr og kennir sig við vinstri stefnu ber skylda til þess að berjast gegn kapítalismanum. Almenningur verður að því virðist að borga þessa Ice save skuld á einn eða annan hátt en við skulum reyna að lágmarka skaðann og umfram allt að hafa þetta síðustu skuld þjóðarinnar í þessa veru. Við verðum að breyta kerfi okkar á þann hátt að annað hvort banni ríkið starfsemi einkabanka á Íslandi eða ábyrgist eingöngu ríkisbanka. Ríkisbanka sem eins og aðrir bankar hugsar aðeins um hag eigenda sinna sem yrðu í þessu tilfelli, góðu heilli, þjóðin sjálf.
Guðbergur Egill Eyjólfsson
Formaður svæðisfélags VG á Akureyri og nágrenni
10.11.2009 | 16:12
úrelt hagfræði
Það væri ekki við öðru að búast af stofnun eins og viðskiptaráði að vera á móti skattabreytingum sem stefndu að meiri jöfnuði í samfélaginu. Það er einnig hlægjilegt og sorglegt en væntanlega satt eins og segir í fréttinni að "Þrátt fyrir efnahagshrun og erfiða skuldastöðu hins opinbera gilda ennþá grundvallarlögmál hagfræðinnar hér á landi"
Þetta er það furðulegasta við Ísland í dag. Hvers vegna er enn verið að leita í og ástunda þá hagfræði sem sannarlega hefur spilað stóra rullu í efnahagshruni landsins.
Þessi hagfræði byggir á þeim grunni að maðurinn sé skynsemisvera sem taki alltaf bestu mögulegar ákvarðanir fyrir sjálfan sig. Það þarf ekki ofvita til þess að sjá að sú hefur ekki verið raunin hvorki hérlendis né erlendis um langan tíma.
Það er mín krafa, von og trú að við sýnum þann kjark og vilja til þess að skapa skynsamlegra og sanngjarnara hagkerfi sem byggist á þörfum hins almenna borgar í stað þörfum fjármagnsins og sköpum okkur þar með betra samfélag.
Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |