úrelt hagfræði

Það væri ekki við öðru að búast af stofnun eins og viðskiptaráði að vera á móti skattabreytingum sem stefndu að meiri jöfnuði í samfélaginu. Það er einnig hlægjilegt og sorglegt en væntanlega satt eins og segir í fréttinni að "Þrátt fyrir efnahagshrun og erfiða skuldastöðu hins opinbera gilda ennþá grundvallarlögmál hagfræðinnar hér á landi"

Þetta er það furðulegasta við Ísland í dag. Hvers vegna er enn verið að leita í og ástunda þá hagfræði sem sannarlega hefur spilað stóra rullu í efnahagshruni landsins.

Þessi hagfræði byggir á þeim grunni að maðurinn sé skynsemisvera sem taki alltaf bestu mögulegar ákvarðanir fyrir sjálfan sig. Það þarf ekki ofvita til þess að sjá að sú hefur ekki verið raunin hvorki hérlendis né erlendis um langan tíma.

Það er mín krafa, von og trú að við sýnum þann kjark og vilja til þess að skapa skynsamlegra og sanngjarnara hagkerfi sem byggist á þörfum hins almenna borgar í stað þörfum fjármagnsins og sköpum okkur þar með betra samfélag.


mbl.is Segir hugmyndir um fjölþrepa skatt afleitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að taka undir kröfuna þína um að við sýnum þann kjark og vilja sem þarf til þess að skapa skynsamlegra og sanngjarnara hagkeri, sem byggist á þörfum hins almenna borgara.

Þarfir hins almenna borgara í dag eru meiri ráðstöfunartekjur. Framfærslukostnaður hefur aukist umfram öll velsæmismörk, greiðslubyrði lána einnig, atvinna hefur minnkað stórkostlega. Allt þetta hefur rýrt ráðstöfunartekjur allra íslendinga, hvar svo sem þeir eru í tekjuskalanum. Það síðasta sem við þurfum í dag er því hækkaðir skattir, því þessar nýjustu hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir á að skila tugum milljarða í  tekjur fyrir ríkissjóð.

Ég get hins vegar ekki séð hvað er úrelt við þá hagfræði sem segir að ef menn hafa ráðstöfunarfé þá stuðli það að veltu í ativnnulífinu, en ef ekkert ráðstöfunarfé er þá dragi úr veltu í atvinnulífinu.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband