Við leggjumst í duftið fyrir ESB

Það er sorglegt að horfa upp á hve sterk ítök alheims kapítalisminn hefur orðið á Íslandi. Kannski ekki að undra þar sem ríkisstjórnir undangenginna ára hafa lofað þá stefnu og með hegðan sinni komið okkur í þá aðstöðu sem við nú erum í.

Það er með ólíkindum að horfa upp á linkind VG í stjórnarsamstarfinu. Icesave, Esb atkvæðagreiðslan, álver í Helguvík og nú einkavæðing orkufyrirtækja. Er það þess virði að sitja í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Ég held ekki.

Sjálfur var ég á flokksráðsfundi VG nú um helgina sem áheirnarfulltrúi og lagði fram ályktun varðandi aðildarumsóknina í ESB. Ég læt ályktunina fylgja með og síðan ræðu mína á fundinum. Þess má geta að ályktunin var aðeins felld með tveimur atkvæðum og það eftir að formaðurinn hafði fordæmt ályktunina í ræðu sinni rétt áður.

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn að Hvolsvelli 28. – 29. ágúst 2009.Flokksráð harmar að hluti þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafi samþykkt þingsályktunartillögu um aðildar umsókn að Evrópusambandinu. Vill flokksráð benda þingflokknum á að í lögum flokksins standi skýrum stöfum að Vinstri hreyfingin grænt framboð ætli að standa vörð um sjálfstæði Íslands. Jafnframt segir í stefnu flokksins um utanríkismál að Vinstri hreyfingin grænt framboð hafni aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er ljóst að hluti þingflokksins hefur hvorki fylgt stefnu flokksins við atkvæðagreiðsluna né þeim áherslum sem flokkurinn lagði upp með í Evrópumálum í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.
Vill flokksráð minna þingmenn flokksins á að fylgja stefnu flokksins og gæta þess að fara ekki út af sporinu í jafn viðamiklum málum og gert var í atkvæðagreiðslunni um aðildar umsókn Íslands að Evrópusambandinu.
Mikil ólga er innan flokksins vegna þessa og vill flokksráð beita sér fyrir því að flokkurinn standi þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Jafnframt er mikilvægt að þetta mál falli ekki í gleymsku og verði til lykta leitt á næsta landsfundi flokksins.
 Guðbergur Egill Eyjólfsson

Ræða mín á fundinum

FlokkráðsfundurÞann 16. Júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar. Var þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt með með fulltingi 8 þingmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.Í lögum flokksins segir í annari grein: Markmið flokksins er að berjast fyrir jafnrétti, jöfnuði, réttlæti, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd, lýðræði, sjálfstæði þjóðarinnar og friðsamlegri sambúð þjóða.Ég get tekið heilshugar undir öll þau atriði sem minnst er á fyrr nefndri grein og eftir því sem ég best veit flestir félagar í Vinstri hreifinguni grænu framboði einnig en með stuðningi sínum við aðildar umsókn að Evrópusambandinu hafa 8 þingmenn VG sniðgengið tvö mikilvæg grundvallar stefnumál sem greipt eru í lög flokksins.Í fyrr nefndri lagagrein kemur skýrt fram að það sé stefna Vinstri hreifingarinnar græns framboðs að verja sjálfstæði þjóðarinnar. Það er með engu móti hægt að sjá að þeirri stefnu sé framfylkt með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Annað er að með þessum gjörningi er lýðræðið fótum troðið. Það er óumdeilanlegt að í aðdraganda síðustu kosninga var málfluttningur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á þá leið að hreyfingin ætlaði að berjast með kjafti og klóm gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Það er því ljóst að þegar kjósandinn merkti við vg þá var hann einnig að kjósa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Það getur vel verið að einhverjir sem aðhyllist aðild að evrópusambandinu hafi kosið vg en þeim átti að vera ljóst að sú skoðun þeirra samræmdist ekki stefnu flokksins.
Enda getur ekki verið vilji alvöru vinstri flokks að vilja ganga inn í þess háttar bandalag.  Evrópusambandið er ekkert annað en harð kapítalískt efnahagsbandalag og innan þess rúmast ekki vinstri stjórn. Þess lags vinstri stjórn getur aldrei stjórnað nema á forsendum þess kapítalisma sem Evrópusambandið leggur upp með. Þeir sem stunda þessháttar vinnubrögð eru kallaðir kratar að því sem ég best veit og eiga ekki heima í alvöru vinstri flokki.
Sú landfundarályktun sem sumir hafa viljað túlka á þann veg að hún hafi gefið þingmönnum okkar gerlegt að samþykja aðildarumsóknina er með ólíkindum léleg afsökun fyrir þessum gjörningi því það er með engu móti hægt að lesa út úr henni að Vinstri grænir ætli að standa að aðildarumsókn að Evrópusambandinu. En það sem verra er að ef það hefur verið tilgangur ályktunarinnar að opna fyrir þann möguleika að VG myndi styðja aðildarumsókn þá var ekki gengið hreinlega til verks. Þá hefði átt að leggja fram ályktun sem segði það skýrum stöfum svo að það væri engum vafa undirorpið. Heyrst hefur innan raða flokksins að hyggilegra sé að hafa efahyggfólk með í för þegar samið er um aðild að Evrópusambandinu til þess að gera samninginn sem bestan. Þetta er einkar furðuleg taktík af hálfu þeirra sem ekki vilja að samningurinn sé samþykktur. Það að gera samninginn sem físilegastann og auka þar með líkurnar á því að hann verði samþykktur.Þegar Steingrímur gerði grein fyrir atkvæði sínu þá sagði hann að:
„Hvoru tveggja afstaðan, að vera með því eða á móti er vel samrýmanleg stefnu flokksins.“ Það er sem sagt stefna Vinstir grænna í evrópumálum að vera bæði með því og á móti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ef maður sætti sig við svona losara hátt þá hefði maður bara kosið Framsóknarflokkinn. Ég hélt að í þessum flokki tæjkum við afstöðu með eða á móti og stæðum svo föst á þeirri afstöðu. Vinnubrögðin í kringum esb atkvæðagreiðsluna eru ekki hreyfingunni samboðin og þess háttar vinnubrögð er eitthvað sem þingmenn okkar eiga ekki að komast upp með. Ég heyrði Steingrím oftar en einu sinni segja í aðdraganda kosninganna að ef þjóðin kysi yfir sig sjálfstæðisflokkinn aftur ætti hún ekkert betra skilið, það sama á við um okkur flokksmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ef við látum þessi vinnubrögð viðgangast þá eigum við heldur ekkert betra skilið.
Ég kem ekki fram með þessa gagnrýni með glöðu geði. En fyrr nefnd afglöp eru svo alvarleg að ekki varð hjá komist. En sú ályktun sem ég legg fyrir fundinn segir í senn að VG ætli að standa saman í þeirri baráttu sem framundan er og einnig að það sé ekki liðið að flokkurinn fari út af þeirri braut sem hann hefur markað sér á undanförnum tíu árum. Það er hreinskiptni, einurð og heiðarleiki.
 

mbl.is Þýsk stjórnvöld fylgjast með hvort Íslendingar virði reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Til hamingju Guðbergur með að vera frjáls maður. Svik VG eru svo stórkostleg að mann sundlar af tilhugsuninni. Það þarf hugrekki til að rísa upp gegn félögum sínum og mótmæla því óréttlæti sem þeir fremja. Þú hefur staðist prófið með glans.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.9.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband