Kerfinu á ekki að breyta

Flestir utan valdaklíkunnar bíða eftir raunverulegum breytingum. Núverandi ríkisstjórn kemur fram undir merkjum vinstri stefnu og kallar sig fyrstu hreinu vinstri stjórn á Íslandi. Það tel ég misnotkun á hugtakinu vinstri stefna og grefur undan því. Það er hægt að tína til einstaka mál sem eru í rétta átt og nefni ég þar helst skattabreytingarnar sem örlítið spor. En heildar myndin hefur ekki breyst. Kapítalisminn ræður hér ríkjum sem aldrei fyr.
Það er morgunljóst að almenningur á Íslandi er ekki ánægður með ríkjandi fyrirkomulag en af einhverjum ástæðum ríghalda kjósendur í gömlu fjórflokkana. Til að mynda er Sjálfstæðisflokkurinn með yfir 30% fylgi. Það getur með engu móti talist gæfulegt. En hvað er til ráða? Lítill munur virðist vera á úrræðum flokkana og þótt sagt sé að nú sé við völd hin fyrsta hreina „vinstri stjórn „ á Íslandi þá boðar hún ekki breitt þjóðskipulag. Hún eingöngu lofar bættum vinnubrögðum innan hins hel spillta og ósanngjarna kerfis sem setur hag almennings aftarlega í forgangsröðina.
Það hljóma einstaka raddir þó innan VG sem reyna að spyrna við fótum en meiga þó ekki við margnum. Vinstri stefnunni er haldið í gíslingu ríkisstjórnarinnar. Hvað haldið þið að margir væru að mótmæla ef Vg væri ekki í ríkisstjórn?

mbl.is Gjaldeyriseftirlit eflt mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Ætli megi ekki segja að fylgi íslenskra stjórnmálaflokka ráðist til lengri tíma fyrst og fremst af því hvaða „pólitísku fjölskyldu“ kjósendur tilheyra. Menn koma venjulega heim til sinnar fjölskyldu aftur þó að rót komi á þá í krísu eins og þeirri sem nú stendur yfir.

Pólitísku fjölskyldurnar taka samt breytingum með tímanum. Sjálfstæðisfjölskyldan og framsóknarfjölskyldan hafa farið minnkandi allt frá millistríðsárunum (hin fyrrnefnda nokkuð reglulega en hin síðarnefnda í miklum stökkum), en vinstrifjölskyldan og kratafjölskyldan hafa stækkað. Ef við framreiknum tölurnar, sem fást með slíkri greiningu, og lítum nokkur ár fram í tímann verður líklegt fylgi flokkanna sem hér segir:

D: 34% - S: 23% - V: 18% - B: 16%

(Leiðrétt hefur verið fyrir auð og ógild atkvæði en það, sem upp á vantar, er líklegt fylgi smáflokka.) Af þessu er eðlilegt að álykta að stjórnarmynstur í nálægri framtíð verði annaðvort D+S eða D+B, þar sem þriggja flokka stjórnir hafa sjaldan gengið upp á Íslandi.

Birnuson, 25.2.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband