Út úr kassanum

Ráðherra segir komandi regluverk verða að miðast við réttarríkið. En réttarríki hverra? Þeirra sem komið hafa okkur um koll? Réttarríkis fjármagnsins? Hvað með rétt hins almenna borgara, hins almenna launþega?

Hér hefur allt farið á hvolf. Fólk væntir réttlætis, almenns réttlætis. Ekki þessa yfirlætislega réttlætis sem verndar hina ríku og hunsar venjulegt fólk. Það verður að fara út fyrir kassa hins hefðbundna samfélags og taka á málunum með hagsmuni allmennings í forgrunni.

Réttast væri að ríkisvæða frjármálakerfið og láta þjóðkjörna fulltrúa bera beina ábyrgð á endurreisninni. Datt virkilega einhverjum í hug að endurreisn einkavædda bankakerfisins myndi fara fram á siðsamlegum nótum. Hvílíkur barnaskapur.

Við þurfum bankakerfi sem er í eigu almennings sem starfar í þágu almennings. Bankar starfa alltaf með hag eigenda sinna fyrir brjósti og er því best að eigendurnir séu fólkið sjálft en ekki einhverjir ríkisbubbar sem hafa það að megin markmiði að soga sem mestan arð úr bönkunum.


mbl.is Vinnan aldrei unnin þannig að öllum líki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband